Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Leið 
eins og prinsessu
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 20. mars 2022 kl. 12:27

Leið 
eins og prinsessu

Elva Lísa Sveinsdóttir fékk að velja allt nýtt inn í herbergið fyrir ferminguna en hún fermdist frá Ytri-Njarðvíkurkirkju árið 2011. 

Hvað kemur fyrst upp í hugann þegar þú rifjar upp ferminguna þína?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að mér leið eins og prinsessu. 

Af hverju léstu ferma þig?

Í hreinskilni sagt finnst mér smá erfitt að svara þessari spurningu því ég er ekkert sérstaklega trúuð, en að fermast var bara svo sjálfsagt 

Hvernig var fermingarundirbúningurinn?

Margar ferðir voru farnar til Reykjavíkur í allskonar búðarstúss með mömmu að kaupa turkysh blátt og bleikt skraut, plana hárgreiðslu, kjól, myndatöku og allskonar skemmtileg prinsessustúss í kringum skvísuna, mjög skemmtilegt.

Var haldin veisla?

Já, veislan var haldin í Hitaveitusalnum í Njarðvík og veitingarnar voru mjög basic eða mexikönsk kjúklingasúpa og svo allskonar kökur og snittubrauð með salati.

Fermingarfötin og skórnir?

Fermingarkjóllinn minn var svartur, mjög fínn með blúndumynstri. Ég var svo í föl bleik/hvítum sokkabuxum til að brjóta aðeins uppá þar sem skórnir voru líka svartir hælaskór.

Eftirminnilegustu fermingargjafirnar?

Auðvitað peningurinn! En ég man mjög mikið eftir því að hafa fengið sléttujárn og hárblásara, skartgripi (þar á meðal fengum ég og systir mín hálsmen frá mömmu þar sem hún lét gera kross úr gulli sem hún átti, mjög fall-egt) og svo fékk ég að velja allt nýtt inn í herbergið mitt.